sunnudagur, september 12, 2004

Vúúúhúú!
Þetta voru viðbrögðin hjá Kristófer þegar við áttuðum okkur á því að fótbolta "seasonið" væri að byrja. Við vorum nefnilega búin að skrá hann í fótboltann fyrir löööngu síðan. Okkur var bara sagt að bíða bara róleg því við myndum vera látin vita þegar það myndi byrja. En við biðum og biðum...og aldrei hringdi síminn. Svo við ákváðum að slá á þráðinn og kanna þetta mál. "Já heyrðu... það var nú eins gott að þú hringdir...við erum vitlaust símanúmer hjá þér og boltinn byrjar á morgun"! Svo að fyrsti tíminn var á laugardagsmorgun og svo er líka æft á sunnudögum. Þannig að það er óhætt að segja að drengurinn hafi nóg fyrir stafni í haust...fótbolti 2x í viku, karate 2x í viku og svo æfir hann golfið með pabba sínum 1x í viku. Svo langar okkur líka að senda hann á sundnámskeið...énnn ég held að það verði að fá að bíða betri tíma :) Kannski þegar fótboltánámskeiðið er búið. Það er alveg nauðsynlegt að við látum hann læra sund, það er nefnilega ekki skylda hérna eins og heima.
En í dag er einhver fjölskyldu skemmtum í næsta kántíi (sýslu) og þar á víst að vera svaka fjör fram á kvöld. Galdramenn, leiktæki, hestaferðir og trúðar, svo fáeitt sé nefnt, ná alltaf athygli okkar svo að ætli við tökum ekki sunnudagsbíltúr þangað í þetta sinn.
Later...
Andrea og co.

Engin ummæli: