Jæja við erum búin að segja upp leigusamningnum hérna. Svo að við flytjum héðan 22. nóvember sama hvað tautar 0g raular. Við erum nú ennþá hálf slöpp í íbúðarleitinni, erum alveg komin með grænar á því að flytja. Reyndar er eitt hverfi sem við erum ferlega spennt fyrir, það er bara hérna hinumegin við US-1 ("hraðbrautin" sem liggur hérna í gegn). Við skoðuðum þessi hús fyrr í haust þegar við vorum að byrja að skoða í kringum okkur en okkur fannst það fulldýrt fyrir okkar smekk svo að við spáðum ekkert í það frekar. Svo var ég að skoða íbúðir á netinu í fyrradag, eins og svo oft áður, og sá að þeir voru búnir að lækka leiguna töluvert. Svo við hringjum í þá og þá sagði sú sem svaraði okkur það að þeir hefðu hækkað leiguverðið svona í sumar svo þeir gætu boðið viðskiptavinum 2 fría mánuði! ...og hún var ekkert feimin við að viðurkenna það! Svo þessi hús eru aftur komin inní myndina...kíkið á þau hérna. Málið er líka það að Lawrenceville er afskaplega lítill bær og framboðið á svona "rental-communities" er svo lítið að ég gæti talið þau á annari hendi.
Elementary skólarnir hérna í Lawrenceville eru 4 talsins svo að þó maður flytji bara yfir götuna eru miklar líkur á að það sé annað skólahverfi. Við ræddum við skólastjórann hans Kristófers og hún sagði að það væri hægt að fara fram á undaþágu fyrir flutning ef nemandinn býr enn í Lawrenceville og foreldrar tilbúnir að keyra hann til og frá skóla. Svo að hann verður að öllum líkindum áfram í Eldridge Park
Ég er sko engan veginn að fatta minn gír. Ég er í þvílíku jólaskapi! Langar að draga jólaskreytingarnar fram í dagsljósið, búa til meira, senda jólakort og punkta niður jólagjafalistann! Mig langar að setja íslenskann jóla geisladisk í spilarann og hækka í botn, skrifa jólakortin, baka smákökur og góla hástöfum með! Er þetta ekki alveg ekta ég...svo þegar jólin koma er ég búin að taka minn skammt af jólafílingnum út, allar smákökurnar sem ég bakaði í október búnar og komin með leið á öllu jólaskrautinu. En ég verð að halda í mér, þetta má ekki gerast! Það er kannski ágætt að við séum að flytja í lok nóvember, þá neyðist ég til að geyma það að taka upp jólaskrautið þar til við erum komin í nýtt húsnæði.
Já og eitt enn...við erum búin að ráða lögfræðing í málið hjá okkur og það verður tekið fyrir mánudaginn 27. september. Við erum með fingur og tær krossaðar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli