föstudagur, maí 07, 2004

HÍA !!!
Kristófer er, eins og fram hefur komið, byrjaður í Karate. En þetta eru mjög sniðugir tímar sem einblína á að byggja upp sjálfstraust krakka. Þeim er kennt hvernig á að bregðast við því þegar ókunnugur kemur og reynir að tala við þau, hvað á að gera ef einhver reynir að ræna þeim, hvernig á að bregðast við hrekkjalómum og annað í þeim dúr. Auk þess kennir hann þeim undirstöðuatriðin í Karate, eins og nokkrar stöður, að verja sig með að blokka högg, kíla, sparka og annað slíkt. Hann er líka að brynna fyrir börnunum að æfa sig heima, með leyfi foreldrana. Kristófer fer í tíma einu sinni í viku og var að fá búninginn sinn núna í gær. Honum finnst þetta alveg æðislegt, hann kemur hlaupandi til mín eftir tíma og segir, "Þetta var gaman". Síðan er búið að skrá hann í fótbolta sem byrjar næsta haust. Við vorum að spá í að skrá hann í fótbolta námskeið í sumar en sleppum því væntanlega því það verður það mikið að gera í sumar hvort sem er, þar sem amma hans og afi eru að koma í heimsókn. Svo er frænka hans, Rúna, líka að koma og hann hlakka rosalega til að hitta alla.

Lokaþáttur Friends var sýndur í gær og fengum við að sjá hvernig fór fyrir þeim að lokum. Ég ætla ekki að eyðileggja þetta fyrir ykkur hinum sem eiga eftir að sjá þetta, en þetta var skemmtilegur þáttur og kannski að fjölmiðlarnir fari að fjalla um eitthvað annað núna.

Í dag er mæðradags-kaffi í skólanum hjá Kristófer og fer Andrea þangað á eftir. Það á að vera eitthvað óvænt í gangi þar. Við spjölluðum við kennarann hans aftur um daginn og sagði hún að honum gengi verulega vel, en við vorum ekki hissa að heyra það, enda kom hann heim um dagin með verkefnin sem hann var að vinna síðustu viku og það var allt skreitt í stjörnum og brosköllum. Hann er fljótur til drengurinn.

Það er búið að opna sundlaugina og er allt hérna í kring að komast í blóma, sumarið er handan við hornið en það eru ennþá nokkrar sveiflur hérna, 25 stiga hiti og sól einn daginn, og síðan 8 stig og rigning næsta dag. En þegar sumar kemur alveg þá verður gaman að komast í sund og spóka sig þar með nágrönnunum okkar.

1 ummæli:

Elmar sagði...

En þetta?