þriðjudagur, maí 31, 2005

Allir á lífi!

Gestirnir komust hingað heilu og höldnu, þó ekki áfallalaust... Þau tóku vitlausa tösku með sér heim og áttuðu sig ekki á því fyrr en átti að fara að gæða sér á íslenskum snúðum og tebollum að þá blasti bara við þeim táfílu skór og óhrein nærföt! En það er búið að finna eigandann, sem var nú ekki allskosta sáttur með misgripin, því hann og spúsan voru í helgarstoppi í NYC. Svo auðvitað var allt lokað um helgina og ekkert hægt að tilkynna misgripin...svo draumurinn um mjúka snúða og tebollur hurfu fyrir lítið.
Annars er bara búin að vera tóm gleði hjá Kristófer, ekki leiðinlegt að hafa uppáhaldsfrænda hjá sér allan sólahringinn... maður veit ekki af þeim, þeim kemur svo vel saman félögunum.
Við kíktum til Lambertville um helgina, mjög skemmtilegur bær við bakka Delaware-ánnar. En þar spókuðum við okkur yfir daginn, gengum m.a. yfir brúnna til Pennsylvaniu og létum múlasna draga okkur á bát um skurð sem lá í gengum bæinn. Á leiðinni keyrðum við fram á risa antik flóa-markað og auðvitað þýddi ekkert annað en að kíkja aðeins á hann og sjá hvort þar leyndust einhverjir faldir fjársjóðir.
Svo auðvitað er eitthvað búið að mollast, það er ekkert að gera sig að koma hingað án þess að kíkja á mollin. Það er náttlega svo agalega ódýrt hérna að sögn íslendinganna sem hingað koma í heimsókn :)
Annars er stefnan tekin á ýmsa áhugaverða staði þessa vikuna og ég segi ykkur betur frá því síðar.

sunnudagur, maí 22, 2005

Helgarpakkinn

Við erum búin að breyta "geymslunni" okkar aftur í fataskáp í dag...þvílíkur léttir! Það er nefnilega alveg óþolandi við svona leiguhúsnæði að það er ekkert verið að splæsa fermetrum í geymslupláss. Svo að fataskápurinn(walk-in) á skrifstofunni hefur heldur betur fengið að finna fyrir því. En það er alveg með ólíkindum hvað mikið magn kemst inní einn svona lítinn skáp, skrifstofan fylltist við að tæma hann!
Svo erum við að brasa við að pilla hefti af stólunum okkar því að við erum að fara að setja nýtt áklæði á þá, þeir voru orðnir hroðbjóður dauðans! Ekki það skemmtilegasta þegar fólk hefur verið á hefti-fylleríi þegar stólarnir voru upphaflega bólstraðir. Veit ekki alveg hvaða áklæði fer á þá núna...énn...nokkuð ljóst er að það verður að vera auðvelt að þrífa. Hvítt pleður kannski? Ég veit ekki...vona bara að ég finni eitthvað strax svo að gestirnir og við þurfum ekki að éta af gólfinu :/
Annars er bara búið að vera rólegheit á okkur um þessa helgina, ágætis tilbreyting svosum. Lölluðum yfir í mollið í gær og versluðum ammilis dress á Kristófer og húsfrúin lét sig dreyma um $250 leðurveski...hva...það kostar ekkert að láta sig dreyma! Kíktum svo við á Panera í hádegismat, borðuðum hann auðvitað úti því blíðan var þvílík. Kristófer var nú ansi svekktur að það var ekki búið að opna fyrir gosbrunnana sem eru þar, en það er voða vinsælt hjá krökkum að hoppa og sulla í þeim þegar heitt er úti. Ætli það verðir ekki opnað fyrir þá, eins og svo margt annað, um næstu helgi eða Memorial Day Weekend.

Hún á afmæli í dag!

Sigga Lóa...ein af mínum elstu vinkonum á afmæli í dag.
Hún er 28 ára ára í dag, s.s. búin að ná mér... múhahaha!
Innilegar hamingjuóskir með daginn skvís og hafðu það sem allra best í dag.
Fullt af knúsum og kossum,
Andrea, Elmar og Kristófer Leó.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Svindl svindl

Þetta var nú án efa, eitthvað mesta hneyksli í sögu Eurovision frá upphafi. Þegar það var alveg augljóst að hún Selma okkar ætti ekki aðeins að komast í aðalkeppnina, heldur átti hún að komast í eitt af efstu sætunum í henni. Greinilegt að þessi keppni byggist ekki á hæfileikum keppanda, heldur landfræðilegum staðsetningum þeirra. Við erum algjörlega í sjokki hérna og er algjörlega búið að eyðileggja helgina fyrir okkur... og eflaust margra annara dyggra lesanda þessa bloggs.

Andrea telur sig vera komin með lausn á þessu vandamáli, hún vill senda Jagúar í keppnina á næsta ári og ætlar sér ekki að horfa á keppnina aftur fyrr en það gerist.

Ég aftur á móti, vill flytja Ísland til austu evrópu og breyta nafninu á Íslandi í F.I.R Íslandíu. OG HANA NÚ!!!

Vááááá!

Selma var ekkert smá flott! Þetta var alveg frábært hjá þeim öllum. Hlýtur að vera eitthvað mikið svindl í gangi ef þetta kemur okkur ekki uppí aðalkeppnina. Erum á horfa á þetta í gegnum netið ákkúrat núna. Gæðin eru alveg frábær, bæði hljóð og mynd...allt annað en á síðasta ári.

Allt annað líf !

Við fengum teppahreinsun í morgun...jeiiii! Það hefur ekkert smá mikið að segja með loftið hérna, en það er bara allt annað líf að vera innandyra núna. Ég hef reyndar aldrei skilið þessa teppaáráttu hérna, það er allt teppalagt hjá okkur nema klósettin og eldhúsið...meira að segja borðstofan! Svo í ofanálag eru þau mjög ljós og "fluffy" svo að það sér MJÖG fljótt á þeim. Frá því við fluttum hingað höfum við nú skoðað ansi margar leiguíbúðir og aðeins einusinni rekist á íbúð sem var parketlögð. En auðvitað var hún "tú gúd tú bí trú" því að það var skilyrði hjá leigjandanum að þekja 95% gólfana með teppum...einmitt, við vorum ekkert voða spennt fyrir því að kaupa milljón teppi til að uppfylla þetta asnalega skilyrði.

Annars fórum við í kveðjupartý í skólanum hans Kristófers í gær. Mrs. McDonals skólastjóri við Eldrigepark er að fara að setjast í helgann stein, hún er búin að vera við störf í skólann í yfir 40 ár. Svo kveðjupartýið var ansi tilfinningaþrungið fyrir marga, þarna var mikið af foreldum sem voru nemendur hjá henni og eiga núna börn í skólanum.

En talandi um partý, það verður nú heldur betur fjörugt afmælispartýið hans Kristófers sem verður 12 júní n.k. Við vorum að panta sal hjá dansstúdíói sem heitir Dance Spectrum. Þemað á partýinu verður "beach party" og það verður danskennsla, þrautir, leikir, litað, perlað, étið... svo fáeitt sé nefnt. Það verður séð um allt frá A-Ö fyrir okkur, við þurfum bara að mæta! Alveg æðislegt, sérstaklega því þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum öllum bekknum í partý og svo verða náttúrulega gestir hérna hjá okkur á þessum tíma.

Jæja best að fara að græja allt fyrir júró-ið...

Áfram Ísland!

miðvikudagur, maí 18, 2005

Eurovision

Við ætlum að tengja tölvuna fram í stofu og reyna að ná að fylgjast með undankeppninni á morgun. Við gerðum það sama á síðasta ári, engin súper gæði en við gátum amk séð keppendurna og stigagjöfina...sem við vonum nú að verði meira okkur í hag þetta árið :)
Við höfum bara einu sinni heyrt lagið og okkur fannst það bara alveg þrælfínt hjá henni Selmu, vonum að hún taki þetta bara eins og síðast þegar hún tók þátt. Ég er eitthvað að vændræðast með hvar á netinu við getum séð útsendinguna, svo að ég auglýsi hér með eftir slóðinni ef einhver lumar á henni. ÁFRAM ÍSLAND!!

Annars eru báðir gaurarnir mínir hálf slappir þessa dagana, það mætti nú reyndar halda að þeir væru fárveikir ef mið væri tekið af öllum lyfjunum sem var ávísað á þá hjá lækninum. Hvorki meira né minna en 3 tegundir á mann og $170 dollara reikningur. Heima hefði heimilslæknirinn okkar sent okkur heim með þau ráð að taka því rólega og drekka te næstu dagana. En þeir ættu nú vonandi að verða fílhraustir á mettíma með öll þessi lyf sem þeir fengu.

Annað í fréttum er það að núna eru BARA 9 dagar í Ellu, Magga og Baltasar! Litli maðurinn á heimilinu er alveg að missa sig úr spenningi, búin að plana ýmislegt skemmtileg sem á að gera með Baltasar þegar hann kemur. Svo er Rúnsa systir líka að koma og ætlar að vera hjá okkur í næstum 2 mánuði. Svo þetta verður alveg met sumar í gestagangi hjá okkur...veiiii! Svo veit maður aldrei hvort einhverjir eigi eftir að bætast við en það eru allir voða duglegir að hóta okkur með heimsóknum þetta sumarið....sem er auðvitað hið besta mál!

Júrókveðja!

mánudagur, maí 16, 2005

Síðustu dagar...

Mánudag og þriðjudag var Kristófer orðin lasinn kallinn svo að við héldum okkur innandyra og reyndum að taka sem minnst eftir veðrinu sem er búið að vera alveg stórkostlegt. Sól og blíða og hitinn um og yfir 25 C. Emmi heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi fengið súrefnis-eitrun á þessu ferska fjallalofti og hreina kranavatni sem var þarna í bústaðnum.

Á miðvikudaginn var það ekkert annað en harkan sex og skólinn tekinn með trompi, Kristófer tók ekki í mál að vera lengur heima lasinn og missa af aðalviðburði ársins, vortónleikum 1sta bekkjar. Tónleikarnir voru alveg frábærir og krakkarnir búnir að læra mikið af skemmtilegum lögum, meira að segja rokklög og eitt lag úr Sound of Music.

Fimmtudagurinn var nú ekki mikið síðri því þá var komið að vorferð fyrsta bekkjar í Philadelphia Zoo. Það var alveg frábær ferð og mikið af skemmtilegum dýrum sem við sáum, reyndar var Kristófer eitthvað utan við sig og fannst þetta ekkert svo merkilegt. Kannski að það hafi bara verið samblanda af því að hann hefur séð þetta allt saman áður, nýbúinn að fara í dýragarð í Vestur-Virginíu og ennþá pínu slappur.

Svo er húsfrúin (moi) loksins búin að hætta sér í klippingu, strípur og litun! Merkisviðburður að mínu mati enda veitti nú ekki af, komin með mjög úrvaxnar strípur...mjög hallærisleg gella. Ég skellti mér bara á nýju stofuna sem var að opna hérna við hliðiná okkur og þóttist bara nokkuð sátt með útkomuna og reikninginn sem ég fékk í hausinn. Þætti kannski í dýrara lagi heima en mjög vel sloppið hérna fyrir allan þennan pakka. Svo var mín bara komin í einhvern "make-over" fíling og skellti mér því líka í hand-og fótsnyrtingu...algjört möst svona eftir veturinn svo maður geti nú látið sjá sig í opnum skóm.

Já og fyrst ég er nú að reita af mér hvern stórviðburðinn af fætur öðrum finnst mér nú við hæfi að segja ykkur frá því að við erum búin að finna okkur barnapíu! Finally! Voða fín rússnesk stelpa sem hefur búið hérna í Bandaríkjunum í 4 ár og ekki er það nú verra að hún býr bara hérna í næsta húsi við okkur. Kristófer var nú fljótur að kynna sig sem Kristófer með "K" en ekki "Ch", stelpan svaraði honum því að hún héti Kristina með "K" líka, þetta fannst honum algjör snilld að einhver kannaðist við að allir stafa nafnið hans vitlaust.

En jæja er þetta ekki komin ágætis sárabót fyrir bloggleysi undafarna vikna?

Ekki gleyma að lesa sumarbústaðar færsluna hérna fyrir neðan, ég ákvað nefnilega að setja bloggið inn í tveimur færslum.

Sumarbústaðarferð til vestur-Virginíu

Sorrrííí! Bilið á milli bloggana okkar virðist alltaf vera að lengjast meira og meira. En það hefur líka verið óvenju mikið að gera hjá okkur undanfarið. Og auðvitað smá bloggleti spilað inní líka...*ROÐN*
En eins og kannski hefur ekki farið framhjá neinum fórum við til Vestur-Virginíu um þar síðustu helgi að hitta Fanney, Högna, Hildi og Kristínu litlu. Þetta endaði með að vera alveg æðislegur staður, falinn uppí fjalli. Húsið var miklu betra en við þorðum að gera okkur vonir um, alveg yfirdrifið af plássi og og nóg fyrir okkur til að hafa fyrir stafni í allra nánasta nágrenni...nema kannski moll fyrir okkur skvísurnar. Strákarnir skelltu sér í golf á mjög eftirminnilegan golfvöll sem endaði á toppi fjallsins. Þarna var líka mini-golf, sundlaug, leikvellir og alveg einstakt útsýni. Húsið var alveg hræbilligt, líka miðað við það að það var allt það helsta í húsinu eins og hrein rúmföt, búsáhöld, sjónvarp og hreinlætisvörur. Við vorum amk. öll mjög ánægð með þetta og gætum alveg hugsað okkur að hittast þarna aftur.

Við Fannsa skelltum okkur auðvitað í moll á laugardeginum. Mapquestið góða brást okkur nú heldur betur svo að við vinkonurnar enduðum í skuggalegu hverfi í Pittsburgh, en ekki hjálpaði það að þennan sama dag var eitthvað voða "homeland security drill" (sennilega sett á svið hryðjuverk) í miðborg Pittsburgh sem gerði það að verkum að flestar götur voru lokaðar og allstaðar löggur, slökkviliðsbílar, sjúkrabílar og svo frv. En á endanum náðum við svo að komast á rétta leið eftir að hafa tekið dágóðan rúnt um Pittsburgh...bara smá svona útsýnis túr :)

Mikið var nú æðislegt að hitta þau aftur og vonandi líður ekki svona langt þar til við hittum þau aftur næst. Takk fyrir æðislega helgi elskurnar og sjáumst vonandi fljótt aftur!

föstudagur, maí 13, 2005

Nýjar myndir, nýtt albúm

Hæ hæ, það eru komnar nýjar myndir í Maí 2005, reyndar voru svo margar myndir sem ÞURFTI að setja inn, að við stofnuðum nýtt albúm líka, Maí 2005 - 02... Frumlegir titlar á þessum albúmum hjá okkur :)

Lofa að fara að blogga eitthvað flótlega, þangað til verðið þið bara að láta myndirnar segja meira en þúsund orð.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Nýjar myndir, nýtt albúm

Hæ hæ, við fórum í æðislega helgarferð um síðustu helgi og ætlum að segja ykkur frá því seinna í dag, en í bili verða myndirnar segja meira en þúsund orð. Það er komið nýtt albúm og nýjar myndir þar inn. Endilega kíkið á þær.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Enn eitt ferðalagið!

Já við erum að fara að skella okkur í sumarbústað yfir helgina til vestur Virginíu. Afhverju þangað? Júbb því það er ákkúrat mitt á milli okkar og gengisins í Indiana...a.k.a. Fanney, Högni og fj. Þetta verður bara stutt, eða svona eins og kaninn kallar það "weekend getaway". Við fjölskyldurnar vorum einmitt búin að gæla við þessa hugmynd í einhvern tíma, en svo kom það uppá teninginn að það var annað hvort að skella sér STRAX eða bíða með hitting fram í júlí. Ótrúlegt að heimavinnandi húsmæður skuli ekki getað fundið eina lausa helgi á sama tíma! Það fer nú fljótlega að slá í ár síðan við hittumst síðast svo að þetta er nú orðið löngu tímabært. Þetta leit nú ekkert alltof vel út í byrjun, við lágum öll sem eitt yfir netinu í leit að húsnæði en allt kom fyrir ekki, afdrep fyrir fólk sem hyggðist halla höfði á þessum slóðum var ekki auðfundið. En svo loks á endanum fundum við símanúmer á einhverri heimasíðu sem auglýsti "skúra"(cabins) til leigu. Okkur þótti það nú bara nokkuð gott að hafa yfir höfuð fundið eitthvert húsaskjól, svo við festum á leigu eitt stykki án þess að hugsa okkur tvisvar um. En okkur er gersamlega óljóst hvers okkar bíður, því engar voru myndirnar eða lýsingar á viðkomandi síðu. Svo það er nokkuð ljóst að þetta verður ágætis ævintýri hjá okkur um helgina.

Við værum týnd í Ameríku ef ekki væri fyrir: www.mapquest.com
Drykkur helgarinnar: laufari.
Yfirskrift ferðarinnar: "Hvar er ævintýraþráin?"
Uppgötvun dagsins: Tærnar á mér eru nú ekkert sem verstar.

Góða helgi!