Við fengum teppahreinsun í morgun...jeiiii! Það hefur ekkert smá mikið að segja með loftið hérna, en það er bara allt annað líf að vera innandyra núna. Ég hef reyndar aldrei skilið þessa teppaáráttu hérna, það er allt teppalagt hjá okkur nema klósettin og eldhúsið...meira að segja borðstofan! Svo í ofanálag eru þau mjög ljós og "fluffy" svo að það sér MJÖG fljótt á þeim. Frá því við fluttum hingað höfum við nú skoðað ansi margar leiguíbúðir og aðeins einusinni rekist á íbúð sem var parketlögð. En auðvitað var hún "tú gúd tú bí trú" því að það var skilyrði hjá leigjandanum að þekja 95% gólfana með teppum...einmitt, við vorum ekkert voða spennt fyrir því að kaupa milljón teppi til að uppfylla þetta asnalega skilyrði.
Annars fórum við í kveðjupartý í skólanum hans Kristófers í gær. Mrs. McDonals skólastjóri við Eldrigepark er að fara að setjast í helgann stein, hún er búin að vera við störf í skólann í yfir 40 ár. Svo kveðjupartýið var ansi tilfinningaþrungið fyrir marga, þarna var mikið af foreldum sem voru nemendur hjá henni og eiga núna börn í skólanum.
En talandi um partý, það verður nú heldur betur fjörugt afmælispartýið hans Kristófers sem verður 12 júní n.k. Við vorum að panta sal hjá dansstúdíói sem heitir Dance Spectrum. Þemað á partýinu verður "beach party" og það verður danskennsla, þrautir, leikir, litað, perlað, étið... svo fáeitt sé nefnt. Það verður séð um allt frá A-Ö fyrir okkur, við þurfum bara að mæta! Alveg æðislegt, sérstaklega því þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum öllum bekknum í partý og svo verða náttúrulega gestir hérna hjá okkur á þessum tíma.
Jæja best að fara að græja allt fyrir júró-ið...
Áfram Ísland!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli