fimmtudagur, maí 05, 2005

Enn eitt ferðalagið!

Já við erum að fara að skella okkur í sumarbústað yfir helgina til vestur Virginíu. Afhverju þangað? Júbb því það er ákkúrat mitt á milli okkar og gengisins í Indiana...a.k.a. Fanney, Högni og fj. Þetta verður bara stutt, eða svona eins og kaninn kallar það "weekend getaway". Við fjölskyldurnar vorum einmitt búin að gæla við þessa hugmynd í einhvern tíma, en svo kom það uppá teninginn að það var annað hvort að skella sér STRAX eða bíða með hitting fram í júlí. Ótrúlegt að heimavinnandi húsmæður skuli ekki getað fundið eina lausa helgi á sama tíma! Það fer nú fljótlega að slá í ár síðan við hittumst síðast svo að þetta er nú orðið löngu tímabært. Þetta leit nú ekkert alltof vel út í byrjun, við lágum öll sem eitt yfir netinu í leit að húsnæði en allt kom fyrir ekki, afdrep fyrir fólk sem hyggðist halla höfði á þessum slóðum var ekki auðfundið. En svo loks á endanum fundum við símanúmer á einhverri heimasíðu sem auglýsti "skúra"(cabins) til leigu. Okkur þótti það nú bara nokkuð gott að hafa yfir höfuð fundið eitthvert húsaskjól, svo við festum á leigu eitt stykki án þess að hugsa okkur tvisvar um. En okkur er gersamlega óljóst hvers okkar bíður, því engar voru myndirnar eða lýsingar á viðkomandi síðu. Svo það er nokkuð ljóst að þetta verður ágætis ævintýri hjá okkur um helgina.

Við værum týnd í Ameríku ef ekki væri fyrir: www.mapquest.com
Drykkur helgarinnar: laufari.
Yfirskrift ferðarinnar: "Hvar er ævintýraþráin?"
Uppgötvun dagsins: Tærnar á mér eru nú ekkert sem verstar.

Góða helgi!

Engin ummæli: