sunnudagur, maí 22, 2005

Helgarpakkinn

Við erum búin að breyta "geymslunni" okkar aftur í fataskáp í dag...þvílíkur léttir! Það er nefnilega alveg óþolandi við svona leiguhúsnæði að það er ekkert verið að splæsa fermetrum í geymslupláss. Svo að fataskápurinn(walk-in) á skrifstofunni hefur heldur betur fengið að finna fyrir því. En það er alveg með ólíkindum hvað mikið magn kemst inní einn svona lítinn skáp, skrifstofan fylltist við að tæma hann!
Svo erum við að brasa við að pilla hefti af stólunum okkar því að við erum að fara að setja nýtt áklæði á þá, þeir voru orðnir hroðbjóður dauðans! Ekki það skemmtilegasta þegar fólk hefur verið á hefti-fylleríi þegar stólarnir voru upphaflega bólstraðir. Veit ekki alveg hvaða áklæði fer á þá núna...énn...nokkuð ljóst er að það verður að vera auðvelt að þrífa. Hvítt pleður kannski? Ég veit ekki...vona bara að ég finni eitthvað strax svo að gestirnir og við þurfum ekki að éta af gólfinu :/
Annars er bara búið að vera rólegheit á okkur um þessa helgina, ágætis tilbreyting svosum. Lölluðum yfir í mollið í gær og versluðum ammilis dress á Kristófer og húsfrúin lét sig dreyma um $250 leðurveski...hva...það kostar ekkert að láta sig dreyma! Kíktum svo við á Panera í hádegismat, borðuðum hann auðvitað úti því blíðan var þvílík. Kristófer var nú ansi svekktur að það var ekki búið að opna fyrir gosbrunnana sem eru þar, en það er voða vinsælt hjá krökkum að hoppa og sulla í þeim þegar heitt er úti. Ætli það verðir ekki opnað fyrir þá, eins og svo margt annað, um næstu helgi eða Memorial Day Weekend.

Engin ummæli: