Gestirnir komust hingað heilu og höldnu, þó ekki áfallalaust... Þau tóku vitlausa tösku með sér heim og áttuðu sig ekki á því fyrr en átti að fara að gæða sér á íslenskum snúðum og tebollum að þá blasti bara við þeim táfílu skór og óhrein nærföt! En það er búið að finna eigandann, sem var nú ekki allskosta sáttur með misgripin, því hann og spúsan voru í helgarstoppi í NYC. Svo auðvitað var allt lokað um helgina og ekkert hægt að tilkynna misgripin...svo draumurinn um mjúka snúða og tebollur hurfu fyrir lítið.
Annars er bara búin að vera tóm gleði hjá Kristófer, ekki leiðinlegt að hafa uppáhaldsfrænda hjá sér allan sólahringinn... maður veit ekki af þeim, þeim kemur svo vel saman félögunum.
Við kíktum til Lambertville um helgina, mjög skemmtilegur bær við bakka Delaware-ánnar. En þar spókuðum við okkur yfir daginn, gengum m.a. yfir brúnna til Pennsylvaniu og létum múlasna draga okkur á bát um skurð sem lá í gengum bæinn. Á leiðinni keyrðum við fram á risa antik flóa-markað og auðvitað þýddi ekkert annað en að kíkja aðeins á hann og sjá hvort þar leyndust einhverjir faldir fjársjóðir.
Svo auðvitað er eitthvað búið að mollast, það er ekkert að gera sig að koma hingað án þess að kíkja á mollin. Það er náttlega svo agalega ódýrt hérna að sögn íslendinganna sem hingað koma í heimsókn :)
Annars er stefnan tekin á ýmsa áhugaverða staði þessa vikuna og ég segi ykkur betur frá því síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli