miðvikudagur, maí 18, 2005

Eurovision

Við ætlum að tengja tölvuna fram í stofu og reyna að ná að fylgjast með undankeppninni á morgun. Við gerðum það sama á síðasta ári, engin súper gæði en við gátum amk séð keppendurna og stigagjöfina...sem við vonum nú að verði meira okkur í hag þetta árið :)
Við höfum bara einu sinni heyrt lagið og okkur fannst það bara alveg þrælfínt hjá henni Selmu, vonum að hún taki þetta bara eins og síðast þegar hún tók þátt. Ég er eitthvað að vændræðast með hvar á netinu við getum séð útsendinguna, svo að ég auglýsi hér með eftir slóðinni ef einhver lumar á henni. ÁFRAM ÍSLAND!!

Annars eru báðir gaurarnir mínir hálf slappir þessa dagana, það mætti nú reyndar halda að þeir væru fárveikir ef mið væri tekið af öllum lyfjunum sem var ávísað á þá hjá lækninum. Hvorki meira né minna en 3 tegundir á mann og $170 dollara reikningur. Heima hefði heimilslæknirinn okkar sent okkur heim með þau ráð að taka því rólega og drekka te næstu dagana. En þeir ættu nú vonandi að verða fílhraustir á mettíma með öll þessi lyf sem þeir fengu.

Annað í fréttum er það að núna eru BARA 9 dagar í Ellu, Magga og Baltasar! Litli maðurinn á heimilinu er alveg að missa sig úr spenningi, búin að plana ýmislegt skemmtileg sem á að gera með Baltasar þegar hann kemur. Svo er Rúnsa systir líka að koma og ætlar að vera hjá okkur í næstum 2 mánuði. Svo þetta verður alveg met sumar í gestagangi hjá okkur...veiiii! Svo veit maður aldrei hvort einhverjir eigi eftir að bætast við en það eru allir voða duglegir að hóta okkur með heimsóknum þetta sumarið....sem er auðvitað hið besta mál!

Júrókveðja!

Engin ummæli: