Sorrrííí! Bilið á milli bloggana okkar virðist alltaf vera að lengjast meira og meira. En það hefur líka verið óvenju mikið að gera hjá okkur undanfarið. Og auðvitað smá bloggleti spilað inní líka...*ROÐN*
En eins og kannski hefur ekki farið framhjá neinum fórum við til Vestur-Virginíu um þar síðustu helgi að hitta Fanney, Högna, Hildi og Kristínu litlu. Þetta endaði með að vera alveg æðislegur staður, falinn uppí fjalli. Húsið var miklu betra en við þorðum að gera okkur vonir um, alveg yfirdrifið af plássi og og nóg fyrir okkur til að hafa fyrir stafni í allra nánasta nágrenni...nema kannski moll fyrir okkur skvísurnar. Strákarnir skelltu sér í golf á mjög eftirminnilegan golfvöll sem endaði á toppi fjallsins. Þarna var líka mini-golf, sundlaug, leikvellir og alveg einstakt útsýni. Húsið var alveg hræbilligt, líka miðað við það að það var allt það helsta í húsinu eins og hrein rúmföt, búsáhöld, sjónvarp og hreinlætisvörur. Við vorum amk. öll mjög ánægð með þetta og gætum alveg hugsað okkur að hittast þarna aftur.
Við Fannsa skelltum okkur auðvitað í moll á laugardeginum. Mapquestið góða brást okkur nú heldur betur svo að við vinkonurnar enduðum í skuggalegu hverfi í Pittsburgh, en ekki hjálpaði það að þennan sama dag var eitthvað voða "homeland security drill" (sennilega sett á svið hryðjuverk) í miðborg Pittsburgh sem gerði það að verkum að flestar götur voru lokaðar og allstaðar löggur, slökkviliðsbílar, sjúkrabílar og svo frv. En á endanum náðum við svo að komast á rétta leið eftir að hafa tekið dágóðan rúnt um Pittsburgh...bara smá svona útsýnis túr :)
Mikið var nú æðislegt að hitta þau aftur og vonandi líður ekki svona langt þar til við hittum þau aftur næst. Takk fyrir æðislega helgi elskurnar og sjáumst vonandi fljótt aftur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli